Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Krabbameinsfélagið

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins read less
Health & FitnessHealth & Fitness

Episodes

Yoga Nidra djúpslökun
Jul 11 2024
Yoga Nidra djúpslökun
Velkomin í Yoga Nidra, leidda djúpslökun.Tilgangur hugleiðslunar er að vinna með slökun líkamans og fara inn í djúpa kyrrð og ró. Ólafur Yoga Nidra kennari hjá Míró/Svefn Jóga leiðir þessa hugleiðslu sem virkjar heilunnarmátt líkamans, losar um venjur og viðbrögð líkama og huga. Þú sleppir tökum á hugsunum og hverfur til bakgrunnsins þar sem þú hvílir í eigin vitund.Þú opnar á orkuflæði líkamans, finnur aukið jafnvægi og hugarró tengt viðbrögðum og venjum daglegs lífs.Hugleiðslan hentar til að draga úr streitu, hægja á hugsunum og bæta svefn. Taktu þennan tíma frá fyrir þig og komdu þér vel fyrir á rólegum stað þar sem þú verður ekki fyrir truflun, helst í liggjandi stöðu (eða sitjandi í stól) með lokuð augu, púða undir höfði og hnésbótum.Hafðu yfir þér teppi eða sæng þar sem líkami þinn kólnar í Yoga Nidra.Í Yoga Nidra djúpslökun reynir þú að sofna ekki, líkaminn sefur en undirmeðvitundin vakir. Ef þú sofnar, mundu að þú getur alltaf komið rólega til baka að rödd minni. Þér á fyrst og fremst að líða vel, þessi stund er aðeins fyrir þig.Ólafur Sigvaldason er Yoga Nidra kennari og eigandi  Míró/Svefn yoga í Lífsgæðasetri St. Jó. í Hafnarfirði. Hann hefur m.a. lokið framhaldsnámi í Yoga Nidra fræðum hjá Kamini Desai, I am Yoga Nidra og heldur hann reglulega námskeið í Lífsgæðasetrinu. Heimasíða Svefn yoga er svefnyoga.is.